Íslenskt lambakjöt er engu líkt. þar spilar saman aldalöng ræktunaraðferð íslenskra bænda og óspillt íslensk náttúra þar sem hreint vatn, iðjagrænt gras, lyng, ber og villtar kryddjurtir eins og rauðsmári, blóðberg, stör, víðir, gullintoppa og hvönn eru á matseðlinum.