NÁTTÚRULEGA LJÚFFENGT

Íslenskt lambakjöt er engu líkt. þar spilar saman aldalöng ræktunaraðferð íslenskra bænda og óspillt íslensk náttúra þar sem hreint vatn, iðjagrænt gras, lyng, ber og villtar kryddjurtir eins og rauðsmári, blóðberg, stör, víðir, gullintoppa og hvönn eru á matseðlinum.

lamb with horns illustration

FRJÁLS Í FJALLASAL

Íslensk lömb ganga frjáls um fjöll og dali og beitarlönd á íslensku heiðunum og bíta þar villtar jurtir og annan næringarríkan gróður. Lömbin koma í heiminn á vorin, ganga allt sumarið með mæðrum sínum til hausts, vaxa og dafna úti í náttúrunn án sýklalyfja, vaxtarhormóna eða erfðabreytinga. íslenskir sauðfjárbændur sem eiga afkomu sína undir búskapnum fylgjast náið með kindunum sínum allt árið.

Einstakt bragð,
náttúrulega ljúffengt

Lömbin gæða sér á ilmandi réttum af veisluborðinu sem finna má upp til fjalla, safaríku grænu grasi, kraftmiklu og lilmandi lyngi og berjum. Þess vegna má auðveldlega þekkja íslenska lambakjötið af ljúffenga bragðinu. Sauðkindin hefur ljómandi góðan smekk. Hún velur ávallt það besta, leitar uppi nýgræðinginn, ferskustu jurtirnar og hreinasta vatnið og færir sig ofar og ofar í fjöllin eftir því sem líður á sumarið, allt þar til þeim er smalað á haustin.

1100 ára hefð fyrir sauðfjárbúskap

Þegar forfeður okkar komu hér fyrst að landi fyrir meira en 1100 árum stukku kindurnar sem voru með í för fegnar frá borðI til að bíta Iðjagrænan gróðurinn sem beið þeirra á landinu góða. Þar með hófst sauðfjárbúskapur á íslandi. Við erum því stolt af því að geta sagt að hann hafi verið við lýðI frá upphafi íslandsbyggðar.
Markaðsráð kindakjöts er samstarf bænda, framleiðenda og sláturleyfishafa sem halda þessari ríku hefð á lofti, byggð á framlagi fjölskyldubúa.

HREIN BEITILÖND ALA AF SÉR HREINT LAMBAKJÖT

Íslensk lömb ganga frjáls um fjöll og dali og beitarlönd á íslensku heiðunum og bíta þar villtar jurtir og annan næringarríkan gróður. Lömbin koma í heiminn á vorin, ganga allt sumarið með mæðrum sínum til hausts, vaxa og dafna úti í náttúrunni án sýklalyfja, vaxtarhormóna eða erfðabreytinga. íslenskir sauðfjárbændur sem eiga afkomu sína undir búskapnum fylgjast náið með kindunum sínum allt árið.

illustration of a sheep and lamb laying on the grass

Okkur er annt um hvert einasta lamb

Íslenskum sauðfjárbændum er mjög umhugað um velferð dýranna. Sauðburðurinn í maí markar upphaf þess tímabils sem leggur grunninn að afkomu bændanna. Það er tekið vel á móti hverju lambi og fyrstu vikurnar fylgjast bændur náið með og annast hverja einustu kind og lömbin hennar. Þessi umhyggja og stöðuga eftirlit skipta sköpum fyrir velferð og heilsu fjárins.

Verndað afurðaheiti

Íslenskt lambakjöt / icelandic lamb er fyrsta íslenska landbúnaðarafurðin sem fékk staðfestingu matvælastofnunar sem verndað afurðaheiti með vísan til uppruna samkvæmt lögum um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Þessi verndun er samkvæmt samingi milli íslands og evrópusambandsins um „vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarafurða og matvæla.