Konudagskonfekt

Hráefni

  • 850 g lambakonfekt
  • 80 ml kókósmjólk
  • 60 g rautt karrímauk
  • 1 msk. límónusafi
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
  • límónusneiðar,til að bera fram með

    Setjið kókosmjólk, karrímauk, límónusafa, salt og pipar í skál og blandið saman. Bætið kjötinu út í blönduna og nuddið saman við. Setjið til hliðar í 15 mín. Hitið   grillpönnu eða aðra pönnu og hafið á miðlungsháum hita. Steikið lambið í 4-5 mín. á hvorri hlið og berið fram með límónusneiðum til að kreista örlítið yfir kjötið, ásamt kartöflusalati og grilluðum rauðlauk.

Ristað kartöflusalat

  • 1,5 kg kartöflur, gott er að nota möndlukartöflur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1-2 tsk. sjávarsalt
  • ½ -1 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 200 g 36% sýrður rjómi
  • 2 msk. gróft sinnep
  • 60 ml vatn
  • hnefafylli dill,skorið gróflega

Sjóðið kartöflurnar í 8-10 mín. Hellið frá vatninu og skerið í tvennt. Setjið á bakka, penslið með olíu og saltið og piprið, í 180°C heitan ofn í 10 mín. Setjið sýrðan rjóma, sinnep, vatn, ½ tsk. salt og ¼ tsk. pipar í skál og blandið saman. Setjið kartöflurnar á fat og hellið sósunni yfir. Sáldrið yfir örlitlu salti og pipar ásamt dilli.

Rauðlaukur með fetaosti

  • 2 rauðlaukar, afhýddir og skornir í þykkar sneiðar
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1-2 tsk. sjávarsalt
  • ½ -1 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 60 ml hunang
  • ¼ tsk. cayenne-pipar
  • u.þ.b. 120 g fetaostur, hreinn
  • 3-4 msk. pekanhnetur, ristaðar
  • 2 msk. graslaukur, gróft skorinn

Setjið laukinn í skál með köldu vatni og látið standa í 10-15 mín. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Sigtið vatnið frá og þerrið laukinn. Dreypið ólífuolíu yfir laukinn og sáldrið yfir salti og pipar. Grillið laukinn í 15-20 mín. eða þar til hann er hefur náð góðum lit að utan og er mjúkur að innan. Á meðan laukurinn er að eldast setjið hunang, cayenne-pipar og ¼ tsk. salt í litla skál og blandið saman. Setjið laukinn á fat og sáldrið yfir fetaosti, pekanhnetum og graslauk. Dreypið því næst sósunni yfir og berið fram.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​