Kótelettur með raspi, shitake sveppum og nípu

Kótelettur

 • 3 stk kótilettur
 • 50 g smjör
 • 30 ml olía
 • 30 ml soyja sósa
 • Salt
 • Svartur pipar

Aðferð: Hitaðu pönnuna vel, steikið kótiletturnar i oliu og í ca 1 mínutu á annari hliðinni og snúið þeim á hina hliðina og brúnið einnig í ca 1 mínutu. Setjið smjör á pönnuna og leyfið því að brúnast. Setjið soja sósuna á pönnuna og snúið svo kótilettunni aftur við og saltið og piprið. Þetta ætti að taka ca 3 mínutur í heildina. Geymið smjörið af pönnuni.

Raspur

 • 30 g smjör
 • 30 g smjör
 • 1 stk hvítlauksgeiri
 • Salt

Aðferð: Rífið hvítlaukinn í raspinn og steikið á pönnu upp úr smjörinu þar til hann verður gylltur og fallegur. Smakkið til með salti

Steiktir shitake sveppir

 • 50 g shitake
 • 30 ml olía
 • 30 g smjör
 • Salt

Aðferð: Hitið pönnuna vel. Setjið olíuna á pönnuna ásamt sveppunum og steikið. Þegar þeir eru farnir að vera gylltir þá skaltu bæta smjörinu og saltið.

Bökuð nípa

 • 1 stk nípa
 • Salt
 • epla edik

Aðferð: nípan er bökuð á 160°c í 40 minutur. Hún er svo skorin eftir endilöngu og krydduð með salti og edik.

Picklaður perlulaukur

 • 5 stk perlulaukar
 • 50 g vatn
 • 50 g sykur
 • 50 g edik
 • 3 g salt

Aðferð: Perlulaukurinn er skrældur og skorinn í tvennt. Vatn, salt, edik og sykur er sett í pott og hitað að suðu. Sjóðið laukinn í edik leginum þar til að hann er full eldaður.

Kryddsmjör

 • Kryddsmjör
 • 100 g smjör
 • 10 g shallot
 • 1/2 stk hvítlauksgeirar
 • ½ stk sítrónur (börkur)
 • 1 tsk worchestershire
 • 1 tsk dijon sinnep Steinselja


Aðferð: Laukur, hvítlaukur er saxað smátt og sett í skál með smjörinu. Sítrónubörkur er rifinn með rifjárni og bætt í smjörið með sinnepi og worshchestershire sósunni. Smjörið er hrært vel.