Marakóskur pottréttur

Hráefni

Kjötið

 • 550gr lambagúllas
 • 1/2 laukur
 • 2 stk hvítlauksgeirar
 • 1 tsk harrisa
 • 3 msk ras el hanut kryddblanda
 • ½ hnetugrasker
 • 1 1/2 tsk salt
 • 3-4dl kjúklingasoð eða 1 kjúklingateningur leystur upp í 4 dl af vatni
 • 1/2 kanilstöng
 • 1 lárviðarlauf
 • 1 msk tómatmauk
 • 1/2 dós niðursoðnir tómatar
 • börkur af 1/4 appelsinu
 • 8 þurrkaðar aprikósur
 • 2msk hýðislausar möndlur
 • Söxuð mynta

Cous cous

 • 200gr hreint Couscous
 • 200gr vatn
 • 1/2tsk salt

  Steikið lambagúllas í potti með, harrisa, ras el haunt blöndu og salti. Saxið niður lauk og hvítlauk, (skerið gulrætur í munnbita) og bætið út í pottinn. Steikið kjötið með grænmetinu í 5 mínútur eða þar til laukurinn verður glær. Bætið við tómatmauki, lárviðalaufi, kanilstöng, og appelsínuberki. Hrærið vel. Hellið Kjúklingasoði og niðursoðnum tómata yfir og látið krauma á miðlungshita í 40 mínútur. Eftir 30 mínútur setjið couscous í pott með köldu vatni. Bætið við salti og setjið lok á pottinn. Látið sjóða á háum hita í 15 mínútur, lækkið hitann og haldið áfram að sjóða í 5 mínútur. Takið pottinn af hitanum og látið standa með lokinu í 5 mínútur í viðbót. Þegar búið er að lækka hitan á couscous pottinum bætið aprikósum og möndlum í pottréttinn og látið krauma í 10 mínútur í viðbót. Takið lárviðarlauf og kanilstöng upp úr pottinum og stráið sakaðri myntu yfir áður en rétturinn er borinn fram.